27.03.2007 00:11

Sturta og hárgreiðsla :)

Já þið lásuð rétt, Alexander Óli fékk að fara í sturtu með mömmu sinni í firsta sinn í kvöld og ég get sko sagt ykkur það að hann kvartaði ekki, fannst þetta greinilega mjög gott, Kári hélt meira segja að hann ætlaði bara að sofna í fanginu á mér...hehe. Annars erum við búin að bralla margt í dag, fórum í smá bíltúr (firsta sinn sem móðirin fer ein út með strákin :) kíktum í Ólavíu og Oliver og versluðum smá þar og fórum svo að heimsækja stelpurnar sem ég var að vinna með. Þær voru auðvita rosa ánægðar að sjá okkur mæðgin þó að Alexander hafi barasta sofið allann tímann. Seinnipartinn í dag kíkti Anna Lilja svo til okkar og við ákváðum að það væri kominn tími til að greiða honum Alexander Óla í firsta sinn, það var auðvita rifið upp myndavélina og allt fest á filmu Jæja endilega kíkið á nýju myndirnar

23.03.2007 12:02

Fréttir og myndir

Halló halló

Sorry hvað það er langt síðan við skrifuðum síðast. Það er sko margt búið að gerast síðustu daga. Skírnin var auðvita á laugardaginn og heppnaðist alveg rosalega vel. Alexander Óli svaf af sér alla skírnina, rumskaði aðeins þegar presturinn setti vatn á hausinn á honum, það kom bara svona sætt hljóð frá honum eins og honum fyndist þetta bara nokkuð gott  Veislan var æðisleg og við viljum þakka öllum sem hjálpuðu okkur með veisluna. Alexander Óli fékk fullt af fallegum gjöfum. Á sunnudaginn buðu við svo vinum að kíkja í smá afganga (sem voru sko ekkei síðri en veislan daginn áður)
Á mánudaginn byrjaði Kári svo að vinna, það tekur svoldið á að byrja aftur að vinna, sérstaklega þar sem veðrið er ekki búið að vera það besta þessa vikuna, en hann kári er svo duglegur að þetta gengur allt saman rosa vel. Á mánudaginn kom hjúkrunarfræðingurinn í heimsókn til að vikta litla snáðann og svona. Hann var búinn að þyngjast um 100 grömm á einni viku sem er sko nokkuð góð framför miðað við síðustu tölu, við förum svo í sex vikna skoðun á miðvikudaginn, það verður gaman að sjá hvort hann heldur áframm að þyngjast vel, krossum bara puttana og vonum það besta
Vikan er svo bara búin að vera róleg, við mæðgin erum bara búin að halda okkur heima, enda ekkert veður til að vera að fara eitthvað að stússast. Það eru nokkrir búnir að kíkja í heimsókn og það er sko alltaf gaman að fá fólk hingað til okkar, Alexander Óli á það reyndar til að sofa alltaf af sér gestina...hehe....það er eins og hann sofi best þegar það er fólk í kringum hann að spjalla saman

En jæja ég ætla að fara að henda í þvottavél og reyna að ganga aðeins frá á meðann litli prinsinn sefur
Endilega kíkið á myndirnar og haldið áframm að vera svona dugleg að kommenta og skrifa í gestabókina

17.03.2007 21:59

Nafnið komið

 Já loksins er nafnið orðið opinbert, litli prinsinn heitir Alexander Óli Kárasonn

Er að skella inn myndum endilega skoðið, kem með meiri fréttir fljótlega

13.03.2007 22:37

Nýjar myndir

Hæ og hó

Jæja það eru komnar nýjar myndir. Hjúkkan koma aftur á mánudaginn og viktaði litla kútinn, hann var bara búinn að þyngjast um 90 grömm á tvem vikum sem henni fannst ekki alveg nógu gott, en við erum að vinna í því að bæta á hann núna og vonum að það fari að myndast smá undirhaka sem first  Hjúkkan sagði nú að þetta væri ekkert sem þyrfti að hafa áhyggjur af því hann er víst búinn að lengjast aðeins  En jæja það er komin tími til að baða litla kútinn og koma honum í háttinn

08.03.2007 20:50

Nóg að gera

Já dagarnir líða og á morgun er litli kúturinn orðinn 3 vikna gamall. Ég trúi því varla, finnst eins og þetta hafi bara gerst í gær, úff áður en maður veit af verður hann farinn að heimann....hehe En annars gengur allt vel, litli prinsinn er reyndar búinn að vera soldið slæmur í maganum síðustu tvo daga, þetta tekur svoldið á þar sem okkur foreldrunum finnst mjög erfitt að hlusta á kútinn gráta svona sárt og geta ekkert gert :( En þetta er víst alveg eðlilegt, ég er bara að skoða allt sem ég borða og reyni að forðast það sem ég veit að getur verið slæmt fyrir hann, vonum að þetta sé bara tímabundið.
Lísa skvísa kom í heimsókn til okkar og fékk að sjá litla bróðir sinn í firsta sinn, hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að haga sér en hún fékk að halda á litla bróðir sínum og auðvita tókum við fullt af myndum :)

Svo eru það stóru fréttirnar, það er komin dagsetning fyrir skírnina :) Ætlum að skíra litla prinsinn 17.mars. Það verður bara heimaskírn og þar sem við eigum svo stóra fjölskyldu þá ætlum við bara að hafa tvær veislur, eina fyrir fjölskylduna,17.mars og svo ætla ég að bjóða stelpunum og vinum að kíkja í kaffi daginn eftir...vona að allir séu sáttir við það :)

En jæja, kúturinn er að vakna og það er best að vera tilbúinn með mat handa honum :)

07.03.2007 11:57

Nýjar myndir

set inn fréttir seinna.... :)

02.03.2007 21:27

nokkrar myndir

Hæ hæ

Héðan er allt gott að frétta, ekki mikið sem gerist annað en að borða, sofa, skipta á bleyjum ;) Litli kúturinn er rosalega duglegur að drekka og það er smá saman að koma smá rútína á allt hjá okkur hérna í Klapparhlíðinni. Á morgun er svo frekar stór dagur, við Kári erum að spá í að kíkja í afmæli hjá Halldóri en hann er að halda upp á 25 ára afmælið sitt á prikinu annað kvöld, Sigrún mamma hans Kára ætlar að koma og vera með litla prinsinn í svona 1-2 tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er soldið stressuð að fara frá honum, en það er svosem alveg eðlilegt...hehe

Endilega kíkið á myndirnar og haldið áfram að vera svona dugleg að kommenta, það er svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með :)

27.02.2007 23:40

Búið að baða :)

Jæja þá er búið að baða litla prinsinn í firsta sinn :) Það gekk bara alveg rosalega vel, honum finnst þetta greinilega mjög gott því það var lítið um grátur, hann hefði örugglega farið að mala ef hann gæti ;) Það var líka svo krúttlegt að sjá þegar hann var búinn í baðinu þá komu smá krullur  En endilega kíkið á myndirnar

25.02.2007 22:31

Nýjar myndir

Halló öll

Jæja nú eru komnar inn nýjar myndir af litla prinsinum okkar :) Dagarnir eftir að við komum heim eru búnir að vera æðislegir. Við foreldrarnir erum í fullri vinnu við að læra inn á strákinn, hvenar hann er svangur og hvenar hann er bara með smá loft í maganum. Það er ennþá ekki alveg komin regla á svefninn hjá þeim stutta enda er það alveg eðlilegt. Það er búið að vera mikið um heimsóknir síðustu daga enda átti mamman á heimilinu afmæli í gær :)

En endileg kíkið á allar myndirnar og haldið áframm að vera svona dugleg að kommenta og skirfa í gestabókina:)

22.02.2007 19:12

Komin heim :)

Jæja jæja.....núna erum við loksins komin heim :)

Síðustu dagar eru búnir að vera alveg æðislegir. Litli prinsinn kom í heiminn 16.febrúar (alveg eins og Guðný frænka var búin að segja) Kl 20:31. Hann var 13 merkur og 49 cm og bara alveg fullkominn  Fæðingin gekk bara mjög vel, það var sprengt á belginn kl 12 á hádeigi svo þetta tók ekkert svo langann tíma. Kári og mamma voru hjá mér og ég get sko sagt ykkur að ég hefði aldrei getað þetta án þeirra. Við þurftum að vera á spítalanum aðeins lengur heldur en við gerðum ráð fyrir. Það var ekkert alvarlegt að, litli kúturinn fékk reyndar guluna, var samt á mjög vægu stig en nóg til að þurfa að fara í ljós í 12 tíma. Það var svoldið erfitt fyrir okkur foreldrana svona til að byrja með  en svo sáum við hvað honum leið vel þarna inni og það gerði mann mun rólegri :)
Ég vil nú líka þakka fyrir allar kveðjurnar og heimsóknirnar

Kveðja Ásdís mamma

15.02.2007 22:04

Á morgun!!!!!!!!

Já ég hef sko heldur betur fréttir að færa!!! Það á að setja mig af stað á morgun!!!!!!! Ég er ekki enn að átta mig almenilega á þessu. Kl hálf níu í fyrramálið á að sprengja á belginn og svo fer vonandi allt að gerast :) en ég þarf að fara að koma mér í háttinn, best að reyna að ná góðum svefni fyrir átökin þó að ég efist um að það verði auðvelt að sofna. Ég læt svo myndr inn við first tækifæri :)

Ásdís Bumbulína.....spenntust í heiminum :)

13.02.2007 12:34

Smá fréttir...

Hæ aftur og takk fyrir allar heimsóknirnar og kommentin, það er alveg ómetanlegt að sjá hverjir eru að fylgjast með manni. Það er nú ekki mikið að frétta héðan, ég hef það bara nokkuð gott, enda er hugsað alveg rosalega vel um mann hérna:) Ég fæ samt ekkert að fara meira heim, er komin á það stig meðgöngueitrunar að ég verð að vera undir stöðugu eftirliti. Ég fór í sónar í gær sem gekk rosa vel, litli kúturinn er orðin rétt rúmlega 12 merkur sem er mjög gott. Í morgun kom svo læknir til mín og var að tala aðeins við mig um hvað er framundan. Hún var mjög ánægð með niðurstöðurnar úr sónarnum og núna tekur bara við að sjá einn dag í einu hvernig þróunin á mér er, það er blóðþrýstingurinn og svona. Það er allaveg ekki verið að fara að setja mig af stað strax nema að ástandið versni strax. Svo við litli kútur tökum því bara rólega og sjáum bara hvernig staðan er á hverjum deigi og pössum að hvíla okkur vel :)

Jæja það er komin tími á smá hvíld, var vakin kl átta í morgun með sprautu....svona er þetta spítalalíf hehe;)

12.02.2007 09:39

Spítalalíf....

Halló halló, vona að það sé ennþá einhver sem kíkir á þessa síðu, viðurkenni sko alveg að ég er ekki búin að vera sú duglegasta að skrifa, ætla ekki að lofa því að ég fari að standa mig eitthvað miklu betur, en ég reyni að vera dugleg :)

Á föstudaginn fór ég í mæðraskoðun, hef verið að fara aðeins oftar núna þar sem ég var komin með öll byrjunareinkenni af meðgöngueitrun, það er hækkandi blóðþrýstingur, bjúg og eggjahvíta í þvagið (sem þýðir að nýrun eru ekki að starfa rétt) Á föstudaginn ákvað ljósmóðirin mín að senda mig upp á landsspítala þar sem blóðþrýstingurinn og eggjahvítan var komin yfir eðlileg mörk og eins og hún orðaði þetta þá er best að setja mig í hendur alvuru fagmanna núna. Ég og Kári komum upp á spítala rétt fyrir fjögur og þá var ég sett í monitor, þá er verið að fylgjast með hreyfingum og hjartslætti hjá stráknum og svo hvort ég sé með einhverja samdrætti, það var líka tekið blóð og mæld eggjahvíta í þvaginu. Þegar allar niðurstöur voru komnar var ákveðið að leggja mig inn til að fylgjast betur með mér. Ég bjóst bara við að þurfa að vera hérna eina nótt, en hér er ég ennþá. Ég er víst komin á það stig meðgöngueitrunar að það þarf stöðugt að fylgjast með mér. Það er samt eitt mjög jákvætt í þessari stöðu sem ég er í og það er að ég er komin svo langt, 37 vikur í gær sem telst þannig séð sem full meðganga. Læknirinn sem talaði við mig í gær sagði að þegar kona er komin svona langt væri farið að huga að því að setja hana af stað og það gæti þess vegna gerst í þessari viku!! þannig að hver veit nema við fáum prinsinn okkar bara í fyrra fallinu, ekki ætla ég að kvarta mikið yfir því. Það er samt ekkert komið á hreint með þetta, núna bíð ég bara eftir fréttum frá lækninum. Ég lofa að þið fáið fréttir um leið og eitthvað gerist, eða verður ákveðið :)

Fyrir þá sem vilja lesa sér til um meðgöngueitrun mæli ég með að skoða þetta
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=375

26.01.2007 12:45

34 vikur og 5 dagar

Halló halló

Jæja ef maður er ekki búinn að vera aðeins of latur við að skrifa hérna, en það ætti að fara að rætast úr því  
Ég fór í mæðraskoðun á miðvikudaginn og það kom í ljós að ég er komin með of háann blóðþrýsting og eggjahvítu í þvagið sem er víst ekki alveg nógu gott. Ljósmóðirin mín skipaði mér allavega að hætta að vinna og fara að taka því mjööög rólega, taka mataræðið í gegn og forðast allt salt. Það er strax orðið erfitt en ég þrauka þetta og fyllti bara ískápinn af ávöxtum og grænmeti í gær, gott að grípa í eitthvað svoleiðis þegar manni langar í eitthvað að narta. Annars hef ég það nú ágætt, er reyndar farin að finna ansi mikið fyrir þyngdinni sem er komin á mig, hlutir eins og að fara í skóna og standa upp úr sófanum eru bara ekki eins auðveldir og áður...hehe. Litli prinsinn hefur það mjög gott í maganum, hann stækkar alveg eðlilega og hreyfingarnar eru mjög góðar. Það er ótrúlega gaman að horfa á magann á sér breyta um lögun eftir því hvernig hann snýr sér

Síðustu vikur hafa verið mjog fróðlegar, við fórum á foreldranámskeið sem var nokkuð athyglisvert. Þetta er ekki beint námskeið um foreldrahlutverkið heldur er meira verið að fara í ferlið fyrir fæðinguna, fæðiguna sjálfa, verkjalyf sem boðið er upp á og svo firstu dagarnir eftir fæðingu. Við horfðum á video þar sem sýnt var frá tvem fæðingum og það var ansi gaman að sjá svipinn á strákunum þegar þeir horfðu á þetta. En núna er maður allavega aðeins fróðari og það ætti ekki margt að koma manni á óvart í fæðingunni sjálfri eftir þetta.

Jæja nóg í bili....skrifa aftur fljótlega

Ásdís bumbulína

10.01.2007 14:53

Gleðilegt nýtt ár

já það er bara komið nýtt ár, trúi því varla hvað tíminn er fljótur að líða!  

Áramótin voru rosa góð, borðuðum rosa góðann mat hjá bróðir hans Kára og skemmtum okkur mjög vel, ég endaði á "djamminu" og klukkan var bara að nálgast hálf fimm þegar ég skreið upp í rúm. Þetta er sko þvílíkt afrek fyrir mig því ég er venjulega farin að geyspa all verulega um tíu leitið á kvöldin..hehe

Venjulega þegar konur eru óléttar er talað um að börnin sparki inn í maganum en ég er sko búin að komast að því að strákurinn okkar Kára er sérstakur, hann sparkar jú alveg en hann klípur líka! Já það varð líklega soldið skrítinn svipurinn á mér þegar ég var að borga í Hagkaup um helgina og kipptist allt í einu til og fór svo að hlægja, það var eins og ég hafi verið klipinn og það inní maganum! Ég krossa nú bara puttana og vona að þetta hafi verið bara þetta eina skipti því ég get sagt ykkur að þetta var ekki það þægilegasta sem ég hef upplifað. Annars höfum við það bara nokkuð gott, finnst ég reyndar alveg vera að springa, en það fylgir þessu bara svo það þýðir lítið að vera að kvarta Það er samt svo stutt eftir, ekki nema 7 vikur og 4 dagar! Ég hætti að vinna 2.febrúar og tel niður dagana, ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman í vinnunni en maður finnur það betur á hverjum degi hvað hvíldin skiptir miklu máli og ég hugsa að það veiti ekki af að slappa all verulega af fyrir átökin. Það er líka margt sem á eftir að gera, taka upp úr kössum, flokka öll fallegu fötinn sem við fengum frá Frosta litla sæta. Svo á eftir að sækja rúmið og skiptiborðið og kaupa það sem vantar. Svo ég sé fram á að ég hafi nóg til að dunda mér við í fríinu. Er búin að lofa mér að vera líka dugleg að fara út, heimsækja fólk og bara njóta þess að vera til

En jæja, best að halda áfram að vinna. Þið fáið svo bumbumyndir bráðlega, ég lofa

Ásdís bumbulína

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58692
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 08:43:10